Hresstu upp útlitið með nýjum stígvélum

Það myndu fáir slá hendinni á móti svona glimmerstígvélum.
Það myndu fáir slá hendinni á móti svona glimmerstígvélum. Charisse Kenion/Unsplash

Það þarf oft ekki nema eina nýja flík eða eitt nýtt par af skóm til þess að öll fötin í fataskápnum verði eins og ný. Ef þú ert komin með nóg af öllum þröngu niðurmjóu buxunum þínum prófaðu þá að fara í stígvél yfir þær. Þegar þú ert komin í stígvél yfir buxurnar framkallast allt annað útlit sem er svo heitt þessa dagana.

Það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt og gott að muna að best klæddu konur veraldar kunna að nota fötin sín og blanda þeim saman á nýjan hátt í stað þess að kaupa nýtt.

Í stígvélatískunni í dag er margt í gangi. Rúskinn er vinsælt og svo eru vegan-stígvél að koma sterk inn en þau eru úr gervileðri. Vegan-stígvél hafa marga kosti en einn af kostunum er að þau eru oft og tíðum ódýrari en leðurstígvél og því hægt að gera góð kaup í þeim. 

Þessi stígvél eru frá Christian Louboutin. Þau fást á Net-a-porter.com.
Þessi stígvél eru frá Christian Louboutin. Þau fást á Net-a-porter.com.
Þessi rúskinnsstígvél fást í vefversluninni Skór.is.
Þessi rúskinnsstígvél fást í vefversluninni Skór.is.
Þessi stígvél fást í H&M.
Þessi stígvél fást í H&M.
YSL hannar einstaka hluti eins og til dæmis þessi stígvél …
YSL hannar einstaka hluti eins og til dæmis þessi stígvél sem fást á Net-a-porter.com.
Þessi stígvél fást í H&M.
Þessi stígvél fást í H&M.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál