Hárígræðslan fyrst mikið feimnismál

Sam Smith fór til Írlands í hárígræðslu.
Sam Smith fór til Írlands í hárígræðslu. AFP

Sam Smith opnaði sig nýlega um að hán hefði farið í hárígræðslu fyrir tveimur árum. Hán fannst það frekar mikið feimnismál en ákvað að opna sig um það í spjalli við Vogue. 

„Hárið hefur reyndar verið frekar viðkvæmt umræðuefni fyrir mig. Ég hef aldrei talað um þetta áður en ég ætla gera það núna því mér finnst ég ekki hafa neitt að fela,“ sagði Smith. 

Hán kom út sem kynsegin í mars 2019 og kýs að nota persónufornafnið hán eða they/them á ensku.

Hán segist hafa tekið eftir því að hárið væri farið að þynnast fyrir rúmlega tveimur árum. „Þannig að hárgreiðslumaðurinn minn Paul sagði að það væri góð hugmynd fyrir mig að fara í ígræðslu og ég fór að skoða það og fór til Írlands í hárígræðslu,“ sagði Smith. 

Hán segir frábært að vera með hár en ef hán væri sköllótt myndi hán rokka það líka. 

Smith talaði einnig um hvernig hán hefði lést og þyngst til skiptis allt sitt líf. „Þegar ég þyngist, sem ég geri mikið af – eins og Rihanna sagði: ég hef verið blessuð með óstöðugum líkama, þegar ég þyngist sést það fyrst á andlitinu og á bobbingunum. Þannig að það sem hjálpar mér er að ég raka skeggið hér [bendir á kjálkalínuna]. Það felur það svolítið vel,“ segir Smith. 

Sam Smith.
Sam Smith. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál