Fegurðarleyndarmál Jennifer Aniston

Jennifer Aniston segist ljóma vegna inntöku kollagens.
Jennifer Aniston segist ljóma vegna inntöku kollagens. AFP

Jennifer Aniston virðist ekkert hafa breyst síðustu 25 ár. Aniston, sem varð 51 árs fyrr á árinu, hugsar vel um heilsuna og passar að taka vítamínin sín og bætiefni en hún hefur tekið kollagen í nokkur ár og finnur mun á sér. 

„Kollagen er límið sem heldur öllu saman. Ég hef alltaf talað fyrir því að hugsa um heilsuna innan frá en það er ástæða þess að ég byrjaði að nota Vital Proteins fyrir mörgum árum,“ sagði Aniston sem er nú orðin listrænn stjórnandi hjá merkinu. Aniston var spennt þegar henni bauðst tækifærið enda notað kollagenið í mörg ár. 

Aniston segist nota kollagen á morgnana út í kaffið eða þeytinginn. Í viðtali við Well and Good árið 2018 sagði Aniston frá því hversu mikið hún elskaði kollagen. 

„Ég elska kollagen. Ég sé mikinn mun! Neglurnar eru sterkari og það er heilbrigðari ... hvernig útskýrir maður það? Ljómi,“ sagði Aniston og sagði bætiefnið hafa áhrif innan frá. 

Jennifer Aniston passar að taka bætiefnin sín.
Jennifer Aniston passar að taka bætiefnin sín. AFP
mbl.is