Svona hrukkast andlitið í svefni

Svona lítur andlitið út þegar við sofum liggjandi á hliðinni.
Svona lítur andlitið út þegar við sofum liggjandi á hliðinni. Skjáskot/Instagram

Helstu húðsérfræðingar mæla með því að við sofum á bakinu til þess að vernda húðinna fyrir ótímabærum hrukkum. Klíníkin Dr Medi Spa í Bretlandi birti á dögunum myndir sem sýna hvernig húðin hrukkast þegar við sofum á hliðinni. 

Sérfræðingarnir mæla með því að sofa á sérstökum kodda sem dreifir þyngdinni jafnt og nota aðeins silkikoddaver sem fer betur með húðina. Þá mæla þeir með því að borið sé retínólkrem á augnsvæðið áður en við leggjumst til hvílu. Á morgnana á svo að nudda andlitið vel til þess að örva blóðflæði húðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál