Sjötug og sjóðandi heit á sundbolnum

Tískudrottningin notar tæknina til að líta vel út á Zoom-fundum …
Tískudrottningin notar tæknina til að líta vel út á Zoom-fundum á tímum kórónuveirunnar. Skjáskot/Instagram

Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem Diane von Fürstenberg er með hælana þegar kemur að tískunni. 

Fürstenberg, sem er 74 ára, er þekkt fyrir að líta vel út hvar sem hún er. Ekki síst á Zoom fundum þar sem hún notast við ljós sem heldur á símanum. 

Það kom því heldur betur á óvart þegar hún birti hefðbundna mynd af sér án allra tæknibrellna á sundbolnum þar sem hún spyr hvort hún sé ekki brjáluð að birta svona mynd af sér. 

Með myndinni vildi hún hvetja allar konur að vera stoltar af sér, sama á hvaða aldri þær eru. Enda segir aldur meira til um þroska og hvað maður hefur reynt og lifað í lífinu en eitthvað annað.  

Það er greinilega gott að eldast ef marka má Fürstenberg sem er alltaf glæsileg. Sama hvort hún er í einum af sínum kjólum eða á sundbolnum. 

mbl.is