Liv himinlifandi með nýja rakakremið

Liv Bergþórsdóttir forstjóri Orf Líftækni.
Liv Bergþórsdóttir forstjóri Orf Líftækni.

Í dag kom á markað nýtt dagkrem frá íslenska húðvörumerkinu BIOEFFECT. Um er að ræða rakakrem sem veitir djúpan og langvarandi raka. Nýja BIOEFFECT Hydrating Cream rakakremið inniheldur aðeins 16 innihaldsefni, þar á meðal íslenskt vatn, góða rakagjafa og E-vítamín sem er eitt þekktasta andoxunarefnið fyrir húðina. Þá er nýja kremið laust við ilmefni, silíkon, olíu, alkóhól og paraben. Formúlan er einstaklega létt og gengur hratt inn í húðina.

Vísindalegar mælingar á virkni nýja Hydrating Cream rakakremsins sýna að kremið eykur raka í húðinni um allt að 35% eftir einungis tveggja daga notkun og rakinn helst í húðinni í allt að 12 klukkustundir frá notkun*.  

„Við höfum til þessa sérhæft okkur í EGF serum húðvörum sem draga úr sýnilegum einkennum öldrunar en góður raki er lykillinn að almennu heilbrigði húðarinnar. Virka innihaldsefnið okkar, EGF, dregur úr hrukkum og fínum línum en viðheldur jafnframt rakajafnvægi húðarinnar með því að hvetja til framleiðslu á náttúrlegri hýalúrónsýru. Við höfum undirbúið þetta nýja krem í langan tíma, bæði hvað varðar þróun á formúlunni og fjárfestingu í viðeigandi tækjabúnaði til að geta framleitt kremið að öllu leiti á Íslandi. BIOEFFECT húðvörurnar eru sönn íslensk nýsköpun og íslenska vatnið gegnir lykilhlutverki í hreinleika varanna. Með tilkomu Hydrating Cream rakakremsins stefnum við á að auka markaðshlutdeild BIOEFFECT enn frekar og útvíkka vörulínuna með aukna áherslu á krem,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Orf Líftækni.

Rakakremið má nota bæði kvölds og morgna, eitt og sér eða yfir uppáhalds BIOEFFECT serumið til að auka raka og næringu húðarinnar.

Hydrating Cream frá BIOEFFECT kom á markað í dag.
Hydrating Cream frá BIOEFFECT kom á markað í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál