Fékk sér göt í eyrun á fimmtugsaldri

Jennifer Garner er komin með göt í eyrun.
Jennifer Garner er komin með göt í eyrun. AFP

Margar ungar stúlkur dreymir um það snemma á lífsleiðinni að fá göt í eyrun. Þrátt fyrir að vera heimsfræg hollywoodstjarna hefur Jennifer Garner, 48 ára, aldrei fengið sér göt í eyrun fyrr en nú. 

Hin þriggja barna móðir fór þó varfærnislega í málin og ráðfærði sig við föður sinn áður en hún fékk sér götin, þar sem hann var alltaf mikið á móti líkamsgötun þegar hún var yngri. „Ég var hrædd um að pabba mínum myndi ekki líka þetta en hann sagði bara „Jennifer, ég elska allt sem þú gerir“ þannig að ég hugsaði bara ókei,“ sagði Garner í viðtali við Ellen DeGeneres. 

Jennifer Garner hefur hingað til alltaf verið með eyrnalokka með …
Jennifer Garner hefur hingað til alltaf verið með eyrnalokka með smellu. AFP

Garner var þó ekki hrifin af því að láta gata eyru sín og kallaði aðferðina miðaldalega og var ekki viss um hvort hún myndi fíla það að vera með eyrnalokka eftir 48 ár án þeirra en eftir að hún setti glitrandi lokka í varð ekki aftur snúið. 

„Mér finnst þeir svo magnaðir, ég trúi ekki að mér hafi ekki dottið í hug að láta gera þetta. Ég elska þá,“ sagði Garner.

mbl.is