„Byltingarkennd leið til að halda snyrtivörum ferskum“

Eyrún Lydía Sævarsdóttir elskar að ferðast og hefur farið víða.
Eyrún Lydía Sævarsdóttir elskar að ferðast og hefur farið víða. Ljósmynd/Aðsend

Eyrún Lydía stofnaði nýverið netverslunina Lydíu sem býður meðal annars upp á fallega ísskápa fyrir snyrtivörurnar inn á baðið. 

„Í augnablikinu bjóðum við upp á snyrtivörur frá sænska merkinu Make Up Store og snyrtivöru-ísskápa frá Beauty Fridge en markmiðið er að bjóða upp á ný og góð vörumerki, skapa meiri samkeppni á Íslandi og auka þannig valmöguleika fólks.“

Hvað getur þú sagt mér um snyrtivöru-ísskápana?

„Beauty Fridge er í raun byltingarkennd leið til að halda húðvörum og snyrtivörum ferskum. Beauty Fridge er vörumerki frá Ástralíu sem framleiðir ísskápa með heitri og kaldri stillingu. Þeir starfa við hærra hitastig en venjulegur ísskápur og eru því fullkominn geymslustaður fyrir virku innihaldsefnin í snyrtivörunum þínum.“

Hægt að skipta yfir á kalda og heita stillingu

Áttu svona skáp sjálf?

„Já! Svo sannarlega. Ég elska að geyma andlitsmaska, serum og krem á kaldri stillingu og svo hef ég þann möguleika að skipta yfir á heita stillingu og geyma þá blautklúta, andlitsolíur og vax. Mér finnst algjör snilld að hafa þennan valmöguleika.“

Skápurinn kostar 18.890 kr. og hefur jákvæð áhrif á geymsluþol krema.

„Skápurinn lengir líftíma snyrtivara og dregur úr bakteríumyndun. Það hjálpar við að róa og draga úr þrota í húð og dregur úr olíu- og bólumyndun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál