Lærðu að farða þig eins og J-Lo

Förðun Jennifer Lopez hefur verið eftirsóknarverð síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið en söng-og leikkonan er þekkt fyrir ljómandi og sólkyssta húð, seiðandi smokey-augnförðun og ferskjulitaðar og glansandi varir. Helga Kristjánsdóttir förðunarmeistari kennir okkur helstu trixin til að vera eins og söngkonan. 

„Ég hef stúderað förðunarfræðing J-Lo aðeins, hann Scott Barnes, en hann er þekktur fyrir að framkalla þetta vinsæla „J-LO Glow“ sem okkur þykir alltaf svo fallegt. Hann undirbýr húðina vel áður en hann ber farða á og það gerði ég líka með góðu, ljómandi dagkremi og farða sem er extra djúsí.

Farðinn sem ég nota er Cellular Performance Cream Foundation, hann er þekjandi en náttúrulegur.  Svo er highlighter eitthvað sem má ekki gleyma en hann nota ég alltaf efst á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efri vör og í innri augnkrókana. 

SENSAI Higlighting Concealer litur 00 er fullkominn í það, en hann nota ég líka undir augun, þar sem hann inniheldur silki, sem nærir húðina og augnsvæðið. Ég valdi augnskuggapallettu með bronsuðum tónum sem smellpassar í þetta lúkk. Á varirnar notaði ég uppáhaldsvarablýantinn minn sem er Stunnig Nude 06 frá SENSAI og hinn fullkomna nude varalit, The Lipstick 14 Suzuran Nude sem ég toppaði svo með ferskjulituðum glossi, Total Lip Gloss 03, Coral. Mér finnst þessi kokteill hafa tekist einstaklega vel, þó ég segi sjálf frá,“ segir Helga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál