Vildi ekki láta grenna sig

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet lét ekki óþarfa áhyggjur af útlitinu koma í veg fyrir að persóna hennar í þáttunum Mare of Easttown væri raunveruleg. Hún kom í veg fyrir að líkama hennar yrði breytt í eftirvinnslu.

Í þáttunum leikur hún rannsóknarlögreglukonu sem tekst á við sjálfsvíg sonar síns auk þess sem hún sinnir starfi sínu. Leikkonan segir persónuna raunverulega í viðtali við New York Times. Winslet segir persónu sína ekki vera gallalausa. Persónan er venjuleg miðaldra kona með líkama og andlit sem hreyfist í takt við aldur og líf. Sjálf er Winslet að verða 46 ára.

Óskarsverðlaunaleikkonan sendi til baka plakat þar sem átt hafði verið við andlit hennar. Hún vissi vel hversu margar hrukkur hún væri með og bað um að fá þær aftur. „Ófullkomið“ útlit hennar gæti verið áfall fyrir einhverja. Reyndar var það þannig að þegar leikstjórinn sagðist ætla að klippa fituna af maganum á henni í kynlífsatriði harðbannaði Winslet honum það. „Ekki dirfast að gera það,“ sagði Winslet.  

Þrátt fyrir að hún hafi verið ánægð með líkama sinn í þáttunum er Winslet orðin þreytt á að koma fram nakin. „Mér líður bara ekki vel með það lengur. Það snýst reyndar ekki um aldurinn. Sá tími kemur að fólk segir: jæja, nú byrjar hún aftur.““

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál