10 skotheld ráð fyrir stóra daginn

Sofia Hernandez/Unsplash

Sara Björk Þorsteinsdóttir, förðunarfræðingur og ljósmyndari, segir að það sé mikilvægt að velja réttu förðunarvörurnar fyrir brúðkaupsdaginn. Hér deilir hún með okkur tíu fjársjóðum þegar kemur að förðun.

„Þú vilt að sjálfsögðu aldrei hafa litið betur út, þetta er einn stærsti dagur lífs þíns og augun verða á þér. Þess vegna langar mig að deila nokkrum ráðum til að fylla vel á sjálfstrauststankinn. Það geta allir tekið til sín úr þessum hugmyndabanka hvort sem um er að ræða brúðir, mæður, systur, tengdamæður, mágkonur, frænkur eða vinkonur,“ segir Sara.

5 húðráð

Shiseido – LiftDefine Radiance Face Mask

„Þessi fullkomna og virka viðbót við Vital Perfection-línuna hjá Shiseido skilar 100% árangri á aðeins tíu mínútum. Andlitsmaskinn kemur í tvennu lagi, fyrri fer yfir allt andlitið og seinni á höku og háls. Hann stinnir, strekkir og sléttir bersýnilega tiltekin svæði og húðin þín fer stútfull af raka og útgeislun inn í daginn.“

Carolina Herrera – Good Girl Leg Elixir

„Þessi dásamlega sanseraða og silkimjúka olía gefur líkamanum þínum fallegan sólkysstan blæ. Olían er fljót að þorna svo hún helst vel á sínum stað og smitast því ekki í föt eða skó. Hún er sérstaklega ætluð fyrir berleggjaða fætur en við mælum með að bera hana á alla sjáanlega líkamshluta, líkt og bringu, axlir og bak. Þú munt elska áferðina, rósailminn og ímyndaðu þér bara hvað brúðkaupsmyndirnar eiga eftir að koma vel út!“

Elizabeth Arden – Eight Hour Miracle Hydrating Mist

„Rakasprey sem heldur farðanum betur á, bræðir púðuráferðir og gefur þér heilbrigðara og frísklegra útlit í allt að átta klukkustundir.Við mælum með að konur á öllum aldri noti rakasprey daglega. Mundu eftir spreyinu eins og að drekka vatn – þú færð aldrei of mikið af raka!“

Clarins - Energizing Emulsion

„Falinn fjársjóður fyrir þreytta fætur – hefur slakandi áhrif og virkar bæði undir og yfir sokkabuxur. Róandi kamillan sér til þess að draga úr bólgum og bjúg, á meðan örvandi myntan kælir og frískar. Fullkomið fyrir fyrsta dansinn og tilheyrandi snúninga fram á nótt.“

CHANEL - Le Vernis

„Það skiptir auðvitað líka máli að hafa hendurnar upp á sitt besta fyrir tilheyrandi hring á baugfingur. Chanel-naglalökkin eru klassísk, tímalaus og fáguð. Hvort sem þú velur að hafa þær glærar, brúnar, bleikar eða rauðar, Chanel verður þér innan handar!“

5 förðunarráð

Shiseido – Lipliner InkDuo

„Varagrunnur og blýantur saman í einni vöru. Glæra grunninn berðu á allar varirnar og örlítið út fyrir varalínuna, þannig fyllir hann í línur, sléttir áferð, bætir endingu og kemur í veg fyrir að varalitur blæði út fyrir. Varablýanturinn er skrúfaður upp og er stærðin fíngerð líkt og hann sé ávallt nýyddaður. Varaliturinn endist lengur og verður litsterkari fyrir vikið.“

Guerlain – Rouge G

„Fyrsti varaliturinn sérsniðinn að þínum stíl. Veldu þér lit og veldu svo lok til þess að búa til þinn persónulega varalit. Í lokinu er spegill sem auðveldar þér að bæta á hvar sem er og hvenær sem er yfir daginn. Formúlan er létt en litsterk, silkimjúk og kremuð.“

Shiseido Synchro Skin Invisible Silk Loose Matte Powder

„Glært púður sem fær farðann til þess að haldast miklu betur á. Það dregur úr glansi í allt að átta klukkutíma. Við mælum með að setja það á T-svæðið; þá staði sem við viljum alls ekki glansa á (mitt ennið, nef og hliðar, fyrir ofan efri vör og á höku). Leynitrixið er svo að setja lítinn bursta í púðrið og skella yfir varalitinn rétt áður en þú gengur í það heilaga, þannig kemur þú í veg fyrir að elskhugi þinn steli af þér varalitnum í öllu kossaflensinu.“

Guerlain – My Super Tips Eye Stay Primer

„Augnskuggagrunnur sem sér til þess að augnförðunin haldist á sínum stað út daginn. Hann dregur úr olíumyndun sem á það til að safnast saman því augun okkar eru sífellt á hreyfingu. Hægt er að nota hann einan og sér til þess að birta og jafna lit á augnlokunum, eða undir aðra augnskugga til þess að fá jafna þekju og litsterkari skyggingu.“

Shiseido – Eyelash Curler + Chanel – Le Volume De Chanel Waterproof

„Þessi tvenna kemur þér í gegnum allar tilfinningar dagsins (mælum sérstaklega með þessu fyrir mæður brúðhjónanna). Margverðlaunaður vatnsheldur maskari frá Chanel fyllir, þéttir, þykkir og lengir. Og hinn eini sanni augnhárabrettari frá Shiseido sér til þess að augnhárin haldist upprétt. Vatnshelda formúlan setur hjartað yfir i-ið svo kombóið helst á allan daginn. Ef þú hefur ekki prófað að nota augnhárabrettara áður – þá er rétti tíminn núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »