Tekur húðumhirðu mjög alvarlega

Katrín Steinunn notar léttan farða og passar að hreinsa húðina …
Katrín Steinunn notar léttan farða og passar að hreinsa húðina vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Steinunn Antonsdóttir viðskiptafræðingur er með mikinn áhuga á húðumhirðu en upp úr tvítugu breyttist húðin hennar skyndilega. Hún lagðist í mikla rannsóknarvinnu í kjölfarið. Lykillinn í hennar tilfelli er meðal annars vatnsdrykkja, mataræði, vítamín, sólarvörn og auðvitað snyrti- og húðvörur sem henta húðgerðinni hennar. 

„Ég legg fyrst og fremst áherslu á hreyfingu, mataræði og að hlúa að andlegu hliðinni. Ef þessir þættir eru í einhverskonar jafnvægi þá er ég handviss um að það skili sér í heilbrigðara og ferskara útliti. Einnig er ég nýbyrjuð að taka húðumhirðu mjög alvarlega og í kjölfarið sé ég strax gríðarlegan mun. Á sumrin legg ég aukna áherslu á sólarvörnina þótt hún eigi að sjálfsögðu að vera í forgangi allt árið,“ segir Katrín þegar hún er spurð að því hvernig hún hugsar um útlitið. 

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég er frekar vanaföst þegar kemur að förðun og ef ég finn eitthvað sem virkar þá held ég mig bara við það. Ég byrja alltaf á Bronzing Gel frá Sensai, sem flestir ættu að kannast við, til að fríska mig við. Því næst greiði ég augabrúnirnar upp með Clear Brow Gel frá Anastasia Beverly Hills og set á mig maskara, minn uppáhalds er Roller Lash frá Benefit. Á húðina nota ég þunnt lag af CC kremi frá IT cosmetics og loks set ég á mig varasalva.“

Katrín notar Bronzing Gel frá Sensai.
Katrín notar Bronzing Gel frá Sensai.
Maskarinn Roller Lash frá Benefit er í uppáhaldi.
Maskarinn Roller Lash frá Benefit er í uppáhaldi.


En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Sparirútínan mín er ekkert gríðarlega frábrugðin þeirri dagsdaglegu en ég legg áherslu á ljómandi húð, augu og varir við fínni tilefni, ég undirbý húðina vel og passa að hún fái nægan raka. Ég bæti þá við augnblýanti og geri heiðarlega tilraun að eyeliner væng, með misgóðum árangri. Ég rændi Sweet Peach augnskuggapalettunni frá Too Faced frá systur minni og hef notað hana mikið síðan, litirnir passa alltaf einstaklega vel við fötin mín og heildarútlitið. Uppáhalds varaliturinn minn er svo frá Body Shop og er númer 001, hann er hinn fullkomni nude litur og ég áætla að ég sé búin að kaupa tíu stykki síðan ég upptvötaði hann.“

Katrín málar sig aðeins meira í kringum augun þegar hún …
Katrín málar sig aðeins meira í kringum augun þegar hún fer eitthvað spari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Ég vil meina að ég sé gríðarlega fljót að þessu en auðvitað er það breytilegt eftir tilefnum. Morgunrútínan er um tíu mínútna ferli á meðan sparirútínan getur alveg dottið í góðan hálftíma!“

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Ég byrjaði að fikta með förðunarvörur í níunda bekk í grunnskóla og þá aðallega með púður. Ég á það til að vera mjög ýkt með flest, fer alla leið með hlutina, og þannig var það líka með púðrið góða. Það var smurt vel á sig og keypt ný áfylling í La Prairie eða Kanebo-púðrið á mánaðarfresti. Síðan þá hef ég tekið fjölbreytt tímabil, málaði mig til að mynda lítið sem ekkert í framhaldsskóla og keypti nýlega minn fyrsta farða á ævinni.“

Sweet Peach augnskuggapalettan frá Too Faced passa við föt Katrínar.
Sweet Peach augnskuggapalettan frá Too Faced passa við föt Katrínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég er tiltölulega nýorðin gríðarlegur áhugamaður um húðumhirðu en húðin mín er sérstaklega olíumikil og getur reynst mér erfið. Þegar ég var rúmlega tvítug byrjaði ég skyndilega að fá mjög slæma húð, sem var erfitt fyrir sálina, og hef ég verið að finna mitt jafnvægi og rútínu síðan þá. Það eru margir áhrifaþættir sem þarf að horfa til og ég held það sé ómögulegt að finna eitthvað sem hentar öllum. Ég borða hollan mat, drekk vatn, tek vítamín, nota sólarvörn og þríf húðina kvölds og morgna. Mér finnst húðheimurinn flókinn og yfirþyrmandi og þurfti ég mörg ráð og mikið af google-i til að finna mína rútínu.

Ég fékk kærastann minn með mér á vagninn og nú höldum við hina heilagu húðrútínu hátíðlega á hverju kvöldi. Ferlið hefst á klassísku Micellar vatni, þar á eftir nota ég Foaming Cleanser frá Blue Lagoon sem hentar minni húð sérstaklega vel. Eftir það set ég á mig Amino Acids +B5 frá Ordinary sem hjálpar til við að stuðla að jafnvægi og raka svo eitthvað sé nefnt. Næst nota ég nýja BL+ serumið frá Blue Lagoon sem vinnur gegn öldrunareinkennum og stuðlar að heilbrigði húðarinnar en þetta er mín allra uppáhalds húðvara og ég sá mikinn mun eftir stutta notkun. Loks nota ég Ginzing rakakremið frá Origins en ég vel alltaf gelkennd krem fyrir mína húð.“

BL+ frá Bláa Lóninu er í uppáhaldi hjá Katrínu.
BL+ frá Bláa Lóninu er í uppáhaldi hjá Katrínu.

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég geri alls ekki nóg af því en þegar það gefst tími þá er ég mikill aðdáandi að því að gera mér glaðan dag í heilsulind og skella mér jafnvel í nudd. Ég elska að vera í náttúrunni og það er ákveðið dekur og núllstilling fólgin í því að fara með voffann minn á fallega staði, það gefur mér andlega vellíðan. Ég set á mig maska af og til en svo hef ég lengi ætlað mér að prófa einhverja húðmeðferð, sýrumeðferð eða húðslípun eða eitthvað álíka, hef heyrt að það sé snilld.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Ég fer full sjálfstrausts inn í daginn með greiddar brúnir og góðar varir og því segi ég að gott augabrúnagel og varsalvi séu nauðsyn í budduna.“

Uppáhaldssnyrtivaran?

„CC+ kremið frá IT Cosmetics er svo mögnuð vara og hentar húðinni minni fullkomlega. Ég er búin að nota kremið í þrjú ár og er ekkert að fara að hætta því á næstunni. Ég þoli ekki að vera með mikið á húðinni, vil einungis léttan farða, og því passar þetta mér vel. Það skemmir ekki fyrir að kremið er rakagefandi og með SPF 50, mæli innilega með.“

Katrín hefur notað sama CC kremið með sólarvörn frá IT …
Katrín hefur notað sama CC kremið með sólarvörn frá IT Cosmetics í þrjú ár.

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Vinkona mín var að kynna mig fyrir Brow Freeze frá Anastasia Beverly Hills og það er kýrskýrt að ég þarf að eignast þetta sem allra fyrst, þær héldust fullkomnar allan daginn sem ég kann virkilega að meta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál