Í kjól jafn gömlum sjálfri sér

Britney Spears árið 2003 í kjólnum fræga og Olivia Rodrigo …
Britney Spears árið 2003 í kjólnum fræga og Olivia Rodrigo í sama kjól í tónlistarmyndbandinu við nýja lagið sitt Brutal.

Ungstirnið Olivia Rodrigo heiðraði tónlistarkonuna Britney Spears í nýjasta tónlistarmyndbandi sínu þegar hún klæddist kjól sem Spears klæddist á Amercian Music Awards árið 2003, sama ár og Rodrigo fæddist. 

Kjóllinn er frá Roberto Cavalli og poppaði Rodrigo hann upp með blárri hárkollu. Kjóllinn er úr sumarlínu Cavalli árið 2003. 

Rodrigo hefur sagt í viðtölum að söngkonan Taylor Swift sé stjarna sem hún líti upp til en Swift virðist ekki vera sú eina sem hún sækir innblástur til. Fyrr á þessu ári klæddist Rodrigo til dæmis bol með áletruninni „dump him“ eða „hættu með honum“. Spears hafði áratug áður gert bolinn víðfrægan. 

Þá hefur Rodrigo einnig stutt Spears opinberlega í sjálfstæðisbaráttu sinni. „Þetta með Britney var bara hræðilegt dæmi, ég er búin að fylgjast mjög náið með þessu. Mér finnst þetta bara svo hræðilegt. Ég held að fólkið í bransanum sé samt orðið betra með það að níðast á ungum konum,“ sagði Rodrigo við GQ.

mbl.is