Sér eftir að hafa klæðst „fitubúning“

Leikkonan Sarah Paulson.
Leikkonan Sarah Paulson. AFP

Leikkonan Sarah Paulsson sér eftir því að hafa klæðst svokölluðum „fitubúning“ í hlutverki sínu sem lögrfræðingurinn Linda Tripp í þáttunum Impeachment: American Crime Story. 

„Það er mjög erfitt fyrir mig að tala um þetta án þess að líða eins og ég sé að reyna að afsaka eitthvað. Það er mjög umdeilt þegar leikarar klæðast „fitubúningum“ og ég held að það eigi rétt á sér. Fitufordómar eru raunverulegir. Að halda öðru fram veldur enn meiri skaða,“ sagði Paulson í viðtali við Los Angeles Times

Impeachment: American Crime Story eru úr smiðju Fx og verða frum­sýnd­ir hinn 7. sept­em­ber næst­kom­andi. Þeir fjalla um fram­hjá­hald Bill Cl­int­ons þáverandi Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky og það sem leiddi til þess að hann var ákærður fyr­ir embætt­is­glöp.

Sarah Paulson í hlutverki Lindu Tripp.
Sarah Paulson í hlutverki Lindu Tripp. Ljósmynd/Fx

Paulson sagði mikilvægt að halda áfram að ræða um þessi mál. „Ég tel að ábyrgðin eigi ekki öll að falla á herðar leikarans sem velur að gera eitthvað, sem er án efa, áskorun heillar kynslóðar. Mér finnst það vera smættandi fyrir leikara að segja að það eina sem hann hefur fram að færa sé líkami sinn,“ sagði hún. „Ég lít svo á að það er eitthvað við mig sem gerir mig rétta í þetta hlutverk,“ sagði Paulson. 

„Ég held að það sem ég sjái mest eftir er að hafa ekki hugsað þetta meira. Og það er mikilvægt fyrir mig að hugsa um það og íhuga. Ég veit líka að það eru forréttindi að vera á þeim stað að geta fengið að hugsa og íhuga hlutina, þegar ég er búin að gera þá, og að hafa fengið tækifæri sem einhver annar fékk ekki. Maður getur aðeins lært hlutina þegar maðuir lærir þá. Ætti ég að hafa vitað þetta? Algjör-fokking-lega. En ég veit þetta núna og ég myndi ekki gera það sama í framtíðinni,“ sagði Paulson. 

Linda Tripp árið 1998.
Linda Tripp árið 1998. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál