Frumsýndi skrítna klippingu

Joaquin Phoenix sýndi nýja klippingu á Kvikmyndahátíðinni í New York …
Joaquin Phoenix sýndi nýja klippingu á Kvikmyndahátíðinni í New York í gær. AFP

Óskarsverðlaunaleikarinn Joaquin Phoenix frumsýndi nýja klippingu á Kvikmyndahátíðinni í New York í Bandaríkjunum í gær. Klippingin hefur vakið athygli, en hún þykir talsvert furðuleg. 

Phoenix, sem vanalega hefur skartað hefðbundinni herraklippingu, hefur látið raka yfir hvirfilinn á sér en heldur hárinu í hliðunum. 

Leikarinn huldi hár sitt þegar hann tók þátt í pallborðsumræðum um kvikmynd sína C'mon C'mon en tók húfuna af þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku á rauða dreglinum. 

Kvikmyndin fjallar um útvarpsmann sem ferðast þvert yfir Bandaríkin með ungum frænda sínum. Hann þurfti þó ekki að klippa sig svona fyrir hlutverkið.

Phoenix ásamt mótleikkonu sinni Gaby Hoffmann.
Phoenix ásamt mótleikkonu sinni Gaby Hoffmann. AFP
Phoenix er vanalega með hefðbundna herraklippingu.
Phoenix er vanalega með hefðbundna herraklippingu. AFP
mbl.is