Sýndi sokkabuxurnar á rauða dreglinum

Lady Gaga var í dramatískum fjólubláum kjól á frumsýningu House …
Lady Gaga var í dramatískum fjólubláum kjól á frumsýningu House of Gucci. AFP

Kvikmyndin House of Gucci var frumsýnd í Bretlandi í vikunni og ljóst er að Lady Gaga lætur ekki ganga sér úr greipum tækifærið til að sýna íburðarmikinn fatasmekk sinn.

Lady Gaga klæddist dramatískum fjólubláum kjól og var í svörtum netsokkabuxum og grófum svörtum skóm við. Þá settu svörtu uppháu pallíettuhanskarnir punktinn yfir i-ið.

Jared Leto var mjög móðins í bláum flauelsjakkafötum en flauelið hefur verið afar áberandi í herratískunni að undanförnu.

House of Gucci er kvikmynd framleidd og leikstýrt af Ridley Scott. Myndin fjallar um morð Maurizios Guccis árið 1995. 

Mikil eftirvænting hefur verið eftir myndinni og Tom Ford segist spenntur að sjá hana en hann var listrænn stjórnandi Gucci á þessum tíma.

„Ég las handritið og þú veist, sem einhver sem lifði þetta tímabil þá áttar maður sig á að allt er miklu ýktara í kvikmyndum. Þegar ég las sumar lýsingarnar og hvernig fólk klæddist, hvað það var að gera og svo framvegis ... ég meina ég var þarna og þetta var ekki alveg svona glæsilegt,“ sagði Ford í viðtali við GQ. „Ég myndi gera slíkt hið sama ef ég væri að gera kvikmynd. Ég myndi alltaf auka við glamúrinn. Ég get ekki beðið eftir að sjá myndina.“

Jared Leto, Adam Driver og Lady Gaga leika í kvikmyndinni …
Jared Leto, Adam Driver og Lady Gaga leika í kvikmyndinni House of Gucci. Lady Gaga var í háum svörtum netsokkum og dró upp kjólinn svo að það færi ekki á milli mála. AFP
Bláu jakkaföt Jared Leto voru í stíl við bláu augun …
Bláu jakkaföt Jared Leto voru í stíl við bláu augun hans. AFP
Breska dragdrottningin Bimini Bon-Boulash var flott í fötum frá Christopher …
Breska dragdrottningin Bimini Bon-Boulash var flott í fötum frá Christopher Kane. AFP
Jeremy Irons var reffilegur á frumsýningunni en hann leikur í …
Jeremy Irons var reffilegur á frumsýningunni en hann leikur í myndinni. AFP
Franska leikkonan Camille Cottin sem sló eftirminnilega í gegn í …
Franska leikkonan Camille Cottin sem sló eftirminnilega í gegn í þáttunum Call My Agent fer með hlutverk í House of Gucci. Hún var í stílhreinum hvítum fötum með áberandi gullfesti um hálsinn. AFP
Salma Hayek í gullkjól frá Gucci.
Salma Hayek í gullkjól frá Gucci. AFP
Lady Gaga sýndi mikil tilþrif á rauða dreglinum fyrir frumsýningu …
Lady Gaga sýndi mikil tilþrif á rauða dreglinum fyrir frumsýningu myndarinnar. AFP
mbl.is