Hefur ekki farið í klippingu í 30 ár

Hin raunverulega Garðabrúða, Alona Kravchenko.
Hin raunverulega Garðabrúða, Alona Kravchenko. Skjáskot/Instagram

Alana Kravchenko er þekkt fyrir að vera kölluð „hin raunverulega garðabrúða“. Sérkenni Kravchenko er gólfsítt hár hennar en hún viðurkennir að hafa ekki farið í klippingu síðustu þrjá áratugi, fyrir utan létta særingu þar sem klofnir endar hafa verið klipptir til.

Kravchenko, sem er 36 ára gömul og frá Úkraínu, hefur verið að gera garðinn frægan á Instagram þar sem fylgjendahópur hennar fer ört stækkandi og þar eru karlmenn í miklu aðalhlutverki. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

„Karlmenn heillast sérstaklega af síðu lokkunum,“ sagði Kravchenko í myndbandi sem hún birti á Instagram á dögunum. „Það er mikil vinna að vera með næstum því tveggja metra sítt hár,“ bætti hún við en það er ekki erfitt að ímynda sér vinnuna sem þar liggur að baki. 

Hár Alönu Kravchenko er svo sítt að hún gæti næstum sleppt því að klæða sig í föt því hárið gæti hulið líkama hennar beggja vegna ef hún vefði því utan um sig. Kravchenko birti nýverið myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir daglegri hárrútínu sinni. Myndskeiðin hafa vakið mikla athygli en Kravchenko þarf oft að leita til hárgreiðslukonu sinnar, Alenu Stekolshikovu, til að bursta burt flækjurnar úr hárinu og viðhalda heilbrigði þess. 

Kravchenko segist reyna að þvo hárið sem minnst því það geti flækst og þornað við of tíðan hárþvott. Frekar reyni hún að fríska upp á það með alls kyns ókemískum efnum og viðheldur náttúrulegu yfirbragðinu með þeim hætti. Galdurinn sé að hugsa vel um hárið á hverjum degi. mbl.is

Bloggað um fréttina