Tískuelíta Íslands mætti og svo endaði allt með balli

Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur

Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman stóð fyrir tískuviðburði á HönnunarMars. Þar sýndi hún nýjustu línu sína með tískusýningu sem endaði með balli. Línan In Bloom er innblásin af sumrinu og bjartari tíð sem framundan er.

„Okkur langaði að línan snérist um gleði og stuð. Það er mikið um bjarta liti, glitrandi efni og partýflíkur en einnig frábærar flíkur sem henta vel til ferðalaga á fjarlægum slóðum eða íslensk sumarævintýri. Eins og sundfötin okkar sem hent bæði í laugina hér heima eða í strandævintýri. Við hugsum mikið um að endurnýta hráefni og reynum að vera umhverfisvæn í framleiðsluferlinu. Meðal annars eru margar flíkur og þar á meðal sundfötin okkar gerð úr þráðum úr endurunnu plasti sem kemur úr hafinu,“ segir Hildur í samtali við Smartland. 

Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur

Edda Guðmundsdóttir stjörnustílisti sá um að gera sýninguna sem mest spennandi með hæfileikum sínum. Förðunarmeistarinn Sunnu Björk sá um förðunina en þar mátti sjá grafíska eyelinera og bjarta liti. Hárið á tískusýningadömunum var svokallað „Wetlook“ en það var framkallað með vörum frá hárheildsölunni Bpro sem selur vörur til dæmis vörur Davines.  

Aðalheiður Halldórsdóttir er danshöfundur tískusýningarinnar og vakti það mikla athygli. Hljómsveitin Bjartar sveiflur léku fyrir dansi eftir tískusýninguna. Gestasöngkonurnar Vaka Agnars úr Inspector Spacetime og Jófríður JFDR sungu með Björtum sveiflum. Þessi tískusýning breyttist í ball sem stóð yfir fram á nótt en til þess að trylla gestina var boðið upp á blómadrykki með gini. 

Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
Ljósmynd/Hlín Arngrímsdóttur
mbl.is