Bjarkar-kjóllinn í uppáhaldi hjá Jeremy Scott

Jeremy Scott aðalhönnður tískuhússins Moschino segir að hvítur kjóll sem hann hannaði fyrir Björk Guðmundsdóttur sé einn af hans uppáhaldskjólum á ferlinum, þetta kemur fram í viðtali við The Times - Style Magazine.

„Þessi kjóll hefur hvítt vængjahaf og var hönnunin að ákveðnu leyti byggð á þriðju línunni minni en sú sýning var öll hvít. Árið 1998 spurði Björk mig hvort ég gæti hannað eitthvað svipað fyrir sig - og ég gerði útgáfu með ermum fyrir Homogenic tónleikareisu hennar. Ég hafði séð hana á tónleikum þegar hún var enn í Sykurmolunum og ég hreinlega trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hún hringdi svo í mig. Hún hefur verið góður vinur minn alla tíð síðan,“ segir Scott í viðtali við The Times.

Scott hefur vakið mikla athygli hjá Moschino fyrir djarfa og frumlega hönnun. Hann hefur klætt margar stórstjörnur og snilli hans hefur einna helst fengið að njóta sín á The Met Gala. 

Björk í kjólnum sem Jeremy Scott hannaði.
Björk í kjólnum sem Jeremy Scott hannaði. Kristinn Ingvarsson
Jeremy Scott
Jeremy Scott AFP
Cardi B og Jeremy Scott mættu kát saman á Met …
Cardi B og Jeremy Scott mættu kát saman á Met Gala 2018. AFP
Bella Hadid og Jeremy Scott á Met Gala 2019.
Bella Hadid og Jeremy Scott á Met Gala 2019. AFP
mbl.is