Sokkar og sandalar fara vel saman

Sandalarnir frá Chanel hafa verið afar vinsælir hjá áhrifavöldum.
Sandalarnir frá Chanel hafa verið afar vinsælir hjá áhrifavöldum. Skjáskot/Instagram

Lengi hefur verið deilt um ágæti þess að vera í sokkum og sandölum. Almennt hefur lögmálið verið á þá leið að alls ekki megi klæðast sokkum þegar farið er í sandala. Nú virðast tískusérfræðingar ætla að sýna þessu lögmáli ákveðinn mótþróa og hafa sokkar og sandalar verið áberandi hjá þeim áhrifavöldum sem móta götutískuna. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.

Þetta þýðir þó ekki að maður megi láta gamminn geisa. Það eru vissar reglur sem þarf að fylgja ef maður ætlar að klæðast sandölum og sokkum. Meginmáli skiptir að sandalarnir séu af réttri sort.

„Þetta þurfa að vera sandalar með þykkum botni,“ segir Steph Stevens stílisti fræga fólksins en hún mælir með hvítum sokkum með svokölluðum „Jesus creepers“ sandölum. „Þetta lítur vel út með síðum kjól eða gallabuxum. Þetta er einhvers konar blanda á milli John Lennon og Woodstock.“

Svo skiptir miklu máli að sokkarnir séu eitthvað fyrir augað. Þeir eiga að vera úr mjúkri bómullarblöndu í hlutlausum litum. Yngri kynslóðin gæti auk þess leikið sér með mynstur og liti.

Eins er gott að hafa í huga að forðast að vera í sokkum og sandölum þegar maður er mikið í sólinni og maður vill fá jafnan og fallegan lit á fótleggina. Sokkafar er ekki málið.

Áhrifavaldurinn Veronika Heilbrunner hikar ekki við að klæðast sokkum og …
Áhrifavaldurinn Veronika Heilbrunner hikar ekki við að klæðast sokkum og sandölum þegar henni hentar. Skjáskot/Instagram
Hér frá dekkri tónar að njóta sín.
Hér frá dekkri tónar að njóta sín. Skjáskot/Instagram
Yngri áhrifavaldar hafa verið duglegir að leika sér með skæra …
Yngri áhrifavaldar hafa verið duglegir að leika sér með skæra liti þegar kemur að sokkavali. Skjáskot/Instagram
Sandalarnir þurfa að vera svolítið grófir með þykkum botni.
Sandalarnir þurfa að vera svolítið grófir með þykkum botni. Skjáskot/Instagram
mbl.is