Hvers vegna er betra að nota retínól yfir vetrartímann?

Engin Akyurt/Unsplash

Þegar daginn tekur að stytta er fullkominn tími til þess að taka inn húðvörur með mikla virkni, eins og til dæmis vörur með retínóli og ávaxtasýrum. Ástæðan fyrir því að við viljum helst nota vörur með mikilli virkni yfir veturinn, en ekki á sumrin, er að húðin verður viðkvæm fyrir geislum sólarinnar. 

Vörurnar frá Neostrata eru fullkomnar í verkið en flestar vörulínurnar eru með einhverri virki, hvort sem hún er fengin úr retínóli eða ávaxtasýrum. Vörurnar hafa verið notaðar af húðlæknum í mörg ár og eru með algjörlega fyrsta flokks inni haldsefnum.

Skin Active-línan er frábær fyrir þau sem langar til að þétta húðina og draga úr fínum línum. Tri-Therapy Lifting serumið er til dæmis frábært í það en í því er hýalúronsýra sem gerir kraftaverk. Serumið er ansi þungt á húðinni í fyrstu og best að nota það á kvöldin, einu sinni til tvisvar í viku. 

Á móti því er sniðugt að nota Cellular Restoration kremið, en það er dásamlegt næturkrem sem örvar og endurlífgar virkni húðfrumanna. Í formúlunni er stofnfrumuekstraktar úr eplum sem vernda og framlengja líftíma stofnfruma húðarinnar. 

Þó það sé vetur er nauðsynlegt að nota sólarvörn yfir daginn. Dagkremið Matrix Support er með SPF 30. Í henni er sérstakt prótein sem örvar kollagen framleiðslu í dýpri lögum húðarinnar, auk glúkósamíns og retinóls. Öll þessi efni gera húðina stinnar og bæta heildar litbrigði húðarinnar.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda