Hafa rannsakað 60.000 andlit á 20 árum

Franska tískuhúsið Chanel kynnti á dögunum nýja húðvörulínu sem hentar þroskaðri húð. Armelle Souraud, alþjóðlegur samskiptastjóri á vísindasviði hjá Chanel, segir í viðtali við Smartland að konur geri meiri kröfur til snyrtivara í dag og því hafi Le Lift Pro línan verið hönnuð. Síðustu 20 ár hefur Chanel safnað upplýsingum um konur um allan heim og á fyrirtækið í dag upplýsingar um andlit 60.000 kvenna.

„Le Lift Pro uppfyllir væntingar kvenna í dag sem lausn gegn öldrun þar sem náttúra og vísindi sameina krafta sína til að veita náttúrulega nýstárlega og hágæða meðferð,“ segir Souraud.

Aðspurð að því hvað fólk vilji ná fram með húðvörunum í Le Lift Pro línunni segir hún að þetta sé lína fyrir þá sem vilja unglegra útlit og fyrir þá sem vilji meiri lyftingu í andlitið.

„Það má segja að Le Lift Pro sé sérfræðingur Chanel í andliti og rúmmáli. Línan er fyrir konur sem eru að leita að hágæða meðferð til að endurheimta útlit unglingaþríhyrningsins,“ segir hún og er þá að tala um T-svæðið. Hún segir að lögunin á þessum heilaga þríhyrningi sem er svo eftirsóttur snúist við þegar fólk eldist.

Í línunni er serum og dagkrem sem vinnur vel saman en auk þess er hægt að fá litla nuddgræju til þess að nudda augnsvæðið, ennið og kinnarnar svo vörurnar fari betur inn í húðina. Ef fólk á ekki slíka græju getur það klipið í kinnarnar, í svæðið við kjálkann, í kringum augun og í ennið til að fá meira blóðflæði í andlitið. Þetta hljómar kannski eins og einhver brandari en sérfræðingar á fegurðarsviðinu fullyrða að þetta virki. 

Kjarninn í Le Lift Pro línunni er Melipona ensímefni sem er náttúrlegt efni sem er búið til úr Melipona býflugum. Það uppgötvaðist á rannsóknarstofu á Kosta Ríka og er í dag framleitt í afar takmörkuðu magni.

Souraud segir að það hafi hjálpað tískuhúsinu Chanel mjög mikið að búa yfir upplýsingum um andlit 60.000 kvenna. Þannig hafi fyrirtækið geta sett fókusinn á Youth Triangle sem gæti kallast unglingaþríhyrninginn á íslensku. Hún segir jafnframt að á ungdómsárum sínum séu konur með þykkar kinnar og há kinnbein. Þegar fólk eldist á þessi þríhyrningur til að snúast við. Hrukkur dýpka og æskuljómi húðarinnar minnkar. Hún bendir á að það sé á þessu tímabili sem Le Lift Pro komi að góðum notum. Hún mælir með því að fólk nuddi á sér andlitið áður en vörurnar eru bornar á húðina. Serumið og kremið er nánast lyktarlaust og ætti því ekki að trufla fólk sem þolir ekki mikil ilmefni. Hægt er að nota formúluna bæði kvölds og morgna.

Hér má sjá hálfopna nuddgræju, Le Lift Pro serumið og …
Hér má sjá hálfopna nuddgræju, Le Lift Pro serumið og Le Lift Pro kremið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál