Silki og hælaskór eru alltaf í tísku

Edda Gunnlaugsdóttir fatahönnuður og eigandi ddea.
Edda Gunnlaugsdóttir fatahönnuður og eigandi ddea.

Edda Gunnlaugsdóttir er ungur fatahönnuður sem leggur áherslu á vönduð efni og klassíska hönnun svo föt hennar eigi sér farsælt líf og verði eins og traustir vinir í fataskápnum.

„Ég hef alltaf haft áhuga á tísku,“ segir Edda Gunnlaugsdóttir fatahönnuður og stofnandi hágæðafatamerkisins ddea sem hún selur á samnefndri síðu. „Ég hef eiginlega alltaf verið tengd tísku á einn eða annan hátt, vann í tískubúð og svo var ég á listabraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Eftir skólann þegar ég sá að áhuginn á tísku hafði frekar aukist en hitt ákvað ég að fara til London og fór í nám í textílhönnun í London College of Fashion. Svo erum við fjórar systurnar og höfum allar gaman af fötum, en mest kom áhuginn frá mömmu.“

Edda segir að árin í London hafi verið mjög skemmtileg og í skólanum hafi grunnurinn að hennar hugmyndafræði um tískufatnað mótast. „Í skólanum var mikil áhersla lögð á að vanda vel til verka og þar sá ég hvað það fer mikill tími í hönnunina og framleiðslu á fatnaði og hvað margar hendur koma að hverri flík.“

Áhugi á eldri hönnun

Það var líka í textíldeildinni sem Edda fékk óþrjótandi áhuga á gæðaefnum og gildi þess að vinna fatnað úr efnum sem mikið væri lagt í og héldu sér vel vegna gæðanna. „Ég var líka mikið að skoða vintage-búðir á meðan ég var í náminu og London er ennþá mín uppáhaldsborg,“ segir Edda og bætir við að áhuginn á eldri hönnun tengist nú áhuga hennar á að hanna klassískar flíkur sem hafa ákveðið tímaleysi. „Ég sá oft flíkur í þessum búðum sem voru jafnflottar í dag og þær voru fyrir tíu árum og það hafði áhrif á mig og má sjá í minni eigin hönnun í dag.“

Vistfræðin og tíska

Eftir námið í London kom Edda heim til Íslands og fór að vinna hjá tímaritinu Glamour. Síðan vann hún tímarit fyrir Rauða krossinn þar sem vakin var athygli á endurnýtingu fatnaðar og enn eitt púslið bættist við í hugmyndafræði hennar í hönnun sem er kannski þessi vistfræðilegi þáttur. „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir hönnun og í skólanum varð ég meðvitaðri um allt þetta fólk sem stendur að baki hverri flík. Það er alltaf einhver sem saumar fötin og mikil vinna sem er búin að fara fram áður en flík fer í sölu. Ég á líka sjálf föt sem ég hef notað í mörg ár og mér finnst alltaf vera jafn flott og ég vissi að ef fatnaður er saumaður úr gæðaefnum í klassískum sniðum þá fá flíkurnar líf sem endist lengi.“

Það var síðan í covidfaraldrinum sem hugmyndin að stofna eigið fatamerki fæddist þegar Edda var sjálf í fæðingarorlofi. „Ég var búin að eiga þennan draum lengi og þarna var bara tíminn kominn.“ Vegna covid var fyrirtækið þó ekki formlega stofnað fyrr en á þessu ári, en Edda vann hörðum höndum að því að finna framleiðsluaðila og ekki síður að finna efni sem hún gæti sætt sig við og væru falleg og góð.

Silkið fellur vel

„Efnin sem ég kaupi eru flest „deadstock“ – sem þýðir að þetta eru efni sem hafa verið framleidd áður, en hafa svo ekki verið notuð. Þessum efnum hefði jafnvel verið hent eða þau brennd, sem er mjög slæmt og get ég get sem betur fer nýtt þessi stórkostlegu efni í mínar flíkur.“

Edda hafði samband við mörg tískuhús og keypti efni sem þau áttu kannski nokkra metra eftir af og hefði jafnvel verið hent og fékk þar mikið af hágæðaefnum sem hún gat nýtt sér í flíkur og hentaði henni vel sem litlum framleiðanda. Það þýðir að hver flík er í takmörkuðu upplagi og er þar af leiðandi einstök og því lítill möguleiki að hitta einhvern í sama kjólnum í næsta boði.

„Svo er ég alveg heilluð af silki og ég komst í samband við framleiðendur á Ítalíu sem sjá um framleiðsluna fyrir mig og þeir eru snillingar í að vinna með silki,“ segir Edda og segist hanna mest fyrir konur sem vilja vera í fallegum klæðnaði og þægilegum.

„Ég er með klassíska hönnun og fötin eru þægileg en falla fallega að líkamanum. Þetta eru flíkurnar í skápnum sem þú getur alltaf gengið að eins og traustum vini og þarft ekkert annað en flotta hælaskó eða stígvél til að vera flott og tilbúin fyrir hvaða veislu sem er.“

Hér má sjá blússu frá ddea í grænbláum lit.
Hér má sjá blússu frá ddea í grænbláum lit.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda