Í notaðri flík á jólunum

Dökkgrænt varð fyrir valinu hjá Katrínu prinsessu á jóladag.
Dökkgrænt varð fyrir valinu hjá Katrínu prinsessu á jóladag. AFP

Katrín prinsessa af Wales mætti til messu í Sandringham á Englandi ásamt öðrum í bresku konungsfjölskyldunni. Oft klæðast konurnar í fjölskyldunni fallegum nýjum kápum við tilefnið en Katrín ákvað að spara og hugsa um umhverfið í ár. 

Græna kápan sem Katrín klæddist á jóladag er frá breska merkinu Alexander McQueen að því er fram kemur á vef Elle og er hún sögð sérsaumuð. Prinsessan klæddist meðal annars kápunni í opinberri heimsókn í Bradford í janúar 2020. Kápan er í afgerandi hermannastíl og nokkuð nútímaleg. 

Við kápuna var Katrín með stóran hátt með fjöður og skrautlega hangandi eyrnalokka. Hún var svo í brúnum stígvélum sem voru einnig kunnugleg. 

Katrín var glæsilega í kápunni en með henni á myndinni …
Katrín var glæsilega í kápunni en með henni á myndinni má sjá VIlhjálm Bretaprins og börn þeirra þrjú. AFP

Aðrir í fjölskyldunni voru einnig í flottum yfirhöfnum

Kamilla drottning var í dökkbláu en Karl Bretakonungur var áberandi …
Kamilla drottning var í dökkbláu en Karl Bretakonungur var áberandi í brúnum frakka. AFP
Eugiene prinsessa sést hér fyrir aftan þær Karlottu og Katrínu …
Eugiene prinsessa sést hér fyrir aftan þær Karlottu og Katrínu í ljósri kápu. AFP
Sophie greifynja af Wessex var í ljósri kápu með hatt …
Sophie greifynja af Wessex var í ljósri kápu með hatt í stíl. AFP
Karl konungur fremstur í flokki.
Karl konungur fremstur í flokki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál