Eldist hún aftur á bak?

Anne Hathaway er geislandi.
Anne Hathaway er geislandi. Samsett mynd

Leikkonan Anne Hathaway hefur sjaldan litið unglegri út á nýrri sjálfu sem hún birti á dögunum. Leikkonan, sem er fertug, er ómáluð á myndinni og geislar af æskuljóma.

Það sögðu að minnsta kosti aðdáendur hennar í athugasemdakerfinu undir myndinni. „Hún eldist ekki. Bara EKKI NEITT,“ skrifaði einn um myndina. „Náttúruleg fegurð,“ skrifaði annar og sá þriðji bætti við að hún geislaði.

Hathaway á langan feril að baki í Hollywood en hún sló fyrst í gegn í myndinni The Princess Diaries árið 2001, þá 19 ára gömul. Síðan þá hefur hún leikið í hverri stórmyndinni á fætur annari og unnið Óskarsverðlaun, Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál