Fallegasti maður í heimi?

Regé-Jean Page er myndarlegur maður.
Regé-Jean Page er myndarlegur maður. AFP

Leikarinn Regé-Jean Page úr Bridgerton er fallegasti maður í heimi samkvæmt vísindalegri aðferðafræði. Stærðfræðileg jafna sem búin var til í Grikklandi til forna var notuð til þess að mæla fegurð. 

„Regé vann af því að hann er með klassískt og fallegt andlit og guðdómlegar augabrúnir,“ segir lýtalæknirinn Julian De Silva á vef Daily Mail. Að sögn De Silva fékk Page sérstaklega háa einkunn fyrir augun og hvar þau eru staðsett. „Fullkomlega mótaðar varir hans fengu líka háa einkunn og eina athugasemdin sem hann fékk var fyrir breidd og lengd nefsins.“

Mælikvarðinn hefur verið vinsæll í gegnum aldirnar og notaði Leonardo Da Vinci hann í sínum verkum. Vísindamenn hafa síðan notað formúluna til þess að útskýra hvað gerir manneskju fallega.

Fallegasta konan

Þetta er ekki í fyrsta skipti á undanförnum árum sem reynt er að reikna út hver er fallegastur í heimi. Fyrir nokkrum árum var reynt að komast að því hver fallegasta kona í heimi væri. Fyrirsætan Bella Hadid þótti sú fallegasta. 

Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP

Topp tíu

Fleiri frægir karlmenn komust á lista. Hér má sjá tíu myndarlegustu mennina samkvæmt aðferðafræðinni og hversu háa einkunn þeir fengu. 

1. Leikarinn Regé-Jean Page  93,65%

Leikarinn er þekktur fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Bridgerton.
Leikarinn er þekktur fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Bridgerton. Skjáskot/Twitter/Netflix

2. Leikarinn Chris Hemsworth  93,53%

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth.
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth. mbl.is/AFP

3. Leikarinn Michael B. Jordan  93,46%

Michael B Jordan.
Michael B Jordan. AFP

4. Tónlistarmaðurinn Harry Styles  92,30%

Harry Styles.
Harry Styles. AFP

5. Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham  92,22%

Jude Bellingham.
Jude Bellingham. AFP/Paul Ellis

6. Leikarinn Robert Pattinson  92,15%

Robert Pattinson.
Robert Pattinson. AFP

7. Leikarinn Chris Evans  91,92%

Chris Evans.
Chris Evans. AFP

8. Leikarinn George Clooney  89,91%

George Clooney.
George Clooney. AFP

9. Leikarinn Henry Golding  87,98%

Henry Golding.
Henry Golding. AFP

10. Leikarinn Dwayne Johnson  86,07%

Leik­ar­inn Dwayne Johnson, einnig þekkt­ur sem The Rock.
Leik­ar­inn Dwayne Johnson, einnig þekkt­ur sem The Rock. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál