Stálu hælaskóm að andvirði 140 milljón króna

Stöllurnar í Beðmálum í borginni voru alltaf í Jimmy Choo …
Stöllurnar í Beðmálum í borginni voru alltaf í Jimmy Choo hælum. Samsett mynd

Tískumógúllinn Tamara Mellon, annar stofnenda tískuhússins Jimmy Choo, varð fyrir miklu tjóni á síðasta ári þegar skósafni hennar var stolið úr vörslu í Los Angeles. Ætla má að verðmæti safnsins nemi tæplega 140 milljónum íslenskra króna hið minnsta. 

Lögreglan í Los Angeles tilkynnti á síðasta ári að hún hefði handtekið fjóra aðila vegna gruns um aðild að ráninu, en þjófarnir voru handteknir þegar þeir reyndu að selja skóna á netinu. Það hefur aldrei verið opinberað að umræddur verknaður hafi gerst fyrir meðstofnanda Jimmy Choo, en í dag hefur Mellon endurheimt tæplega 85% af því sem var stolið og ræddi málið við Page Six

Skósafnið inniheldur verðmæta gripi frá árum hennar hjá tískuhúsinu og má meðal annars finna skó sem stöllurnar úr Beðmálum í borginni (e. Sex and the City) gengu um götur New York í og einnig pör sem farið hafa upp og niður rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum sem og öðrum stjörnuviðburðum. 

Tískuhúsið Jimmy Choo var stofnað árið 1996 af Jimmy Choo og Mellon. Fyrirtækið hefur frá stofnun verið leiðandi í hönnun og framleiðslu á skóm, handtöskum og hinum ýmsu aukahlutum. Árið 2016 stofnaði Mellon sitt eigið tískuhús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál