KR vann 3:0 annan leikinn í röð

Pétur Marteinsson og Iddi Alkhag eiga hér í baráttu í ...
Pétur Marteinsson og Iddi Alkhag eiga hér í baráttu í leiknum í kvöld. mbl.is

KR vann í kvöld sannfærandi 3:0 sigur á HK á Kópavogsvelli í 8. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Guðjón Baldvinsson kom KR í 2:0 í fyrri hálfleik og það var síðan Björgólfur Takefusa sem gulltryggði sigurinn með sínu sjöunda mark í deildinni í sumar skömmu fyrir leikslok. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson - Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Atli Valsson - Mitja Brulc, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hörður Már Magnússon, Finnur Ólafsson,  Aaron Palomares - Iddi Alkhag.
Varamenn: Þorlákur Hilmarsson, Ögmundur Ólafsson, Hörður Árnason, Hermann Geir Þórsson, Hörður Magnússon, Calum Þór Bett, Almir Cosic.

Lið KR: Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Pétur H. Marteinsson, Guðmundur R. Gunnarsson - Gunnar Örn Jónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Óskar Örn Hauksson - Guðjón Baldvinsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Kristinn Magnússon, Ingimundur Óskarsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Eggert Rafn Einarsson, Skúli Jónsson.

HK 0:3 KR opna loka
90. mín. Gunnar Kristjánsson (KR) kemur inn á
mbl.is