Blikar og Víkingar á toppnum

Stefán Gíslason tryggði Blikum þrjú stig
Stefán Gíslason tryggði Blikum þrjú stig mbl.is/Ómar

Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík eru í efstu sætunum í sínum riðlum í Lengjubikarnum eftir að liðin unnu leiki sína í dag.

Víkingar mættu nöfnum sínum frá Ólafsvík í Akraneshöllinni og unnu þar 3:2 sigur eftir að hafa verið 2:1 yfir í leikhléi. Reykvíkingar eru með 10 stig á toppnum í 3. riðli eftir fjórar umferðir.

Í fyrsta riðli lagði Breiðablik lið Keflvíkinga í Reykjaneshöllinni, 2:1, og er með 10 stig í efsta sæti, stigi á undan KR. Stefán Gíslason tryggði Blikum stigin þrjú með marki snemma í síðari hálfleik en hin tvö mörkin komu úr vítaspyrnum. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrst fyrir Blika en Bojan Stefán Ljubicic jafnaði fyrir Keflavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert