Ekki mögulegt að velja Diego í landsliðið

Diego Johannesson, leikmaður Real Oviedo.
Diego Johannesson, leikmaður Real Oviedo. Af netinu

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, talaði sérstaklega um hinn 22 ára gamla Diego Jóhannsson þegar hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki nú í janúar.

Diego leikur sem hægri bakvörður hjá Real Oviedo í spænsku 2. deildinni í knattspyrnu, en faðir hans er íslenskur og móðirin spænsk. Heimir sagði á fundinum að hann hefði hitt þá feðga nú um jólin, en það er þó eitt sem komi í veg fyrir að Diego verði valinn.

Hann er nefnilega ekki með íslenskt vegabréf, og er því ekki gjaldgengur í hópinn. Heimir sagði að það væri hins vegar í ferli hjá Diego að sækja um vegabréf og hann kæmi að sjálfsögðu til greina sem framtíðarmaður í landsliðinu.

mbl.is