Vinna þarf vel í mótbyr

Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur segir að margt megi læra þegar illa gengur í fótboltanum. Grindavík tapaði í kvöld 1:2 fyrir Víkingi og hefur tapað þremur leikjum í röð eftir frábært gengi fram að því. 

„Mér leist vel á stöðuna í hálfleik en svo dofnaði yfir leiknum fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var spurning um hvor myndi setja fyrsta markið. Þegar þú ert í svona slæmri sveiflu þá falla
hlutirnir oft ekki með þér, sem voru að falla með manni fyrir. Við erum að upplifa það núna og verðum bara að vinna hörðum höndum að því að komast upp úr þessari holu sem fyrst,“ sagði Óli meðal annars þegar mbl.is spjallaði við hann í kvöld.

Viðtalið við Óla í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Tufegdzic skorar fyrsta mark leiksins í kvöld fyrir Víking.
Tufegdzic skorar fyrsta mark leiksins í kvöld fyrir Víking. Ljósmynd/Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert