Ólafur Páll í viðræðum við Fjölni

Ólafur Páll Snorrason
Ólafur Páll Snorrason mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Páll Snorrason er í viðræðum við knattspyrnudeild Fjölnis og kemur hann til greina sem næsti þjálfari karlaliðs félagsins. Ágúst Gylfason yfirgaf Fjölni á föstudaginn var til að taka við Breiðabliki. 

Ólafur þekkir vel til Fjölnis og var hann spilandi aðstoðarþjálfari með liðinu árin 2015 og 2016. Hann gekk í kjölfarið í raðir FH þar sem hann var aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar. Hann hætti hins vegar hjá félaginu er Heimir var rekinn fyrir helgi. 

mbl.is