Hafsteinn Briem til liðs við HK

Hafsteinn Briem fagnar marki með ÍBV.
Hafsteinn Briem fagnar marki með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Hafsteinn Briem er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, HK, og hefur samið við Kópavogsfélagið til tveggja ára en hann hefur spilað með ÍBV undanfarin þrjú ár.

Hafsteinn er 26 ára  gamall, hefur leikið sem miðvörður eða miðjumaður, og spilaði með HK upp alla yngri flokkana og til 20 ára aldurs en hann lék einn leik með félaginu í úrvalsdeildinni 17 ára gamall árið 2008.

Hann lék með Val tímabilið 2012, með Haukum 2013 og Fram 2014 en síðan með ÍBV þar sem hann spilaði 54 leiki í úrvalsdeildinni á þremur árum og var fyrirliði liðsins um skeið. Samtals hefur hann leikið 81 leik í efstu deild og skorað 10 mörk en Hafsteinn lék 11 leiki með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma.

HK hafnaði í 4. sæti 1. deildar karla, Inkasso-deildarinnar, á síðasta ári eftir magnað gengi í seinni umferðinni þar sem liðið vann tíu af ellefu leikjum sínum. Leikmannahópur HK hefur ekki tekið miklum breytingum en Viktor Helgi Benediktsson og Hörður Gunnarsson, sem voru í láni frá FH á síðasta tímabili, eru báðir farnir til ÍA.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla