Fyrstudeildarliðin ekki í vandræðum

Kwame Quee (t.h.) skoraði tvö fyrir Víkinga í dag.
Kwame Quee (t.h.) skoraði tvö fyrir Víkinga í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu deildarlið Hauka og Víkings Ó. eru komin áfram í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir sigra í annarri umferðinni í dag.

Haukar fengu Vestra, sem leikur í deildinni fyrir neðan, í heimsókn á Ásvelli og unnu 3:1-sigur. Daði snær Ingason, Arnar Aðalgeirsson og Birgir Þór Þorsteinsson gerðu mörk heimamanna en Pétur Bjarnason klóraði í bakkann fyrir gestina.

Ólafsvíkingar gerðu sér góða ferð á Bessastaðavelli og unnu 5:0-sigur gegn KFG sem leikur í þriðju deildinni. Ívar Reynir Antonsson geri eitt mark gestanna og Kwame Quee tvö en heimamenn skoruðu þar að auki tvö sjálfsmörk.

Haukar og Víkingur Ó. verða því í hattinum á mánudaginn kemur þegar drátturinn fyrir þriðju umferðina fer fram. Þar mæta úrvalsdeildarliðin tólf til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert