Tókst að vinna mjög vel saman

Blikar fagna einu markanna í kvöld.
Blikar fagna einu markanna í kvöld. mbl.ils/Valgarður Gíslason

„Þetta var fyrsti leikurinn okkar og mikið stress í mönnum. Þannig að eiginlega allur fyrri hálfleikur fór í að losna við það. Svo töluðum við saman í hálfleik og vorum sammála um að byrja að spila okkar leik, og það gekk bara upp," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir við mbl.is eftir stórsigur Breiðabliks á Stjörnunni, 6:2, í fyrsta leik Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld.

Berglind skoraði þrennu í leiknum og samsinnti því að hún hefði yfirleitt haft fleiri fermetra til að athafna sig með boltann í leiknum í dag en hún hafði í íbúðinni sem hún hún hafði til umráða í atvinnumennskunni í Verona.

En Blikar voru lunknir að finna hana í fætur úr öllum áttum og gekk henni vel að halda boltanum innan síns liðs. „Það var enginn einn maður sem skapaði þennan sigur og mér fannst við spila mjög vel, halda boltanum vel og okkur tókst vel að vinna saman.“

Berglind vonar að þetta sé það sem koma skal og lofar Blikum því að vera áfram dugleg að hitta á markið í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert