„Tekur greinilega enga áhættu“

Hannes ætlar með samherjum sínum til Rússlands.
Hannes ætlar með samherjum sínum til Rússlands. Kristinn Magnússon

Nárameiðsli Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, eru lítilvægleg að því er fram kemur danska blaðinu Tipspbladet í dag en fjallað var sérstaklega um meiðsli Hannesar í grein blaðsins eftir leikinn. Ekki vegna þess að þau voru alvarleg heldur þvert á móti vegna þess að þau eru það ekki.

„Það er ekki oft sem markvörðum er skipt út af í fótboltaleikjum en það var tilfellið hjá Randers. Hannes fór af velli í hálfleik vegna minniháttar meiðsla í nára og inn kom Frederik Due í staðinn. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn vill greinilega ekki taka neina einustu áhættu með lokakeppni í HM handað við hornið,” segir í fréttinni sem lesa má hér.

Randers sigraði Lyngby 2:1 í dag og einvígið 4:2 samanlagt og tryggði liðið sér þar með áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert