Viktor skoraði þrennu í sannfærandi sigri

Viktor Jónsson var á skotskónum í kvöld.
Viktor Jónsson var á skotskónum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur vann sinn fyrsta heimasigur í Inkasso-deild karla í fótbolta í sumar er ÍA kom í heimsókn á Eimskipsvöllinn í Laugardalnum í kvöld. Lokatölur urðu 4:1, Þrótti í vil. 

Viktor Jónsson kom Þrótti yfir á 17. mínútu og Daði Bergsson bætti við öðru markinu á 23. mínútu. Stefán Teitur Þórðarson minnkaði muninn í 2:1 á 39. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. 

Viktor Jónsson var hins vegar alls ekki hættur því hann kom Þrótti í 3:1 á 49. mínútu og bætti hann við þriðja marki sínu á 86. mínútu og gulltryggði sannfærandi sigur Þróttara. 

ÍA mistókst að komast í toppsæti deildarinnar og er nú enn í öðru sæti með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði HK. Þróttur fór upp í fimmta sæti með sigrinum, þar sem liðið er með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert