ÍBV tapaði fyrir Sarpsborg

Kaj Leo i Bartalsstovu sækir að marki Sarpsborg í fyrri …
Kaj Leo i Bartalsstovu sækir að marki Sarpsborg í fyrri leik liðanna í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur

Seinni leikurinn í einvígi Sarpsborg og ÍBV í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla fór fram í Sarpsborg í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með 4:0 sigri Sarpsborg og því þurftu Eyjamenn að skora fimm mörk á útivell ef þeir ætluðu að komast áfram. Leikurinn endaði með 2:0 sigri Sarpsborg og samanlagt 6:0. ÍBV er því fallið úr keppni.

Sarpsborg var mun sterkari aðilinn í leiknum. Á 13 mínútu skoraði Mikkel Agger með skoti í vinstra hornið og kom Sarpsborg yfir. Þrátt fyrir nokkur góð tækifæri heimamanna tókst þeim ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik. Halldór Páll Geirsson var í miklu stuði í markinu og varði í tvígang með meistaralegum hætti og hélt Eyjamönnum inn í leiknum.

Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill. Sarpsborg hélt boltanum vel en eyddu litlu púðri í að sækja. Allt stefndi í markalausan seinni hálfleik þangað til á 82. mínútu þegar Mikkel Agger skoraði sitt annað mark eftir klaufaleg mistök frá Halldóri Páli.

2:0 sigur Sarpsborg staðreynd og norska liðið mætir St. Gallen í næstu umferð.

Sarpsborg 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert