Fylkir vann toppslaginn í Keflavík

Marija Radojicic með boltann í leiknum í kvöld.
Marija Radojicic með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Fylkir sigraði Keflavík, 1:0, er liðin mættust í toppslag Inkasso-deildar kvenna í fótbolta á Nettóvellinum í kvöld. Sunna Baldvinsdóttir skoraði sigurmarkið á 83. mínútu og sá til þess að Fylkir er aðeins stigi á eftir Keflavík, ásamt því að eiga leik til góða. 

ÍA er aðeins tveimur stigum á eftir Fylki, eftir 2:1-útisigur á Þrótti. Gabriela Mencotti kom Þrótti yfir á 29. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. ÍA var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmark á 87. mínútu. 

Í Breiðholti vann Afturelding/Fram sinn annan leik í deildinni í sumar er liðið lagði ÍR, 2:0. Stefanía Valdimarsdóttir skoraði fyrra markið á fimmtu mínútu, en ekki lá ljóst fyrir hver skoraði síðara markið sem kom á 21. mínútu.

Fjölnir vann svo sannfærandi 3:0-sigur á Sindra í Grafarvogi. Fjölnir er í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig en Sindri á botninum með aðeins eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert