Talsvert af miðum í boði

Kolbeinn Sigþórsson í skallaeinvígi gegn Tanguy Ndombele í Frakklandi í ...
Kolbeinn Sigþórsson í skallaeinvígi gegn Tanguy Ndombele í Frakklandi í gær. AFP

Að loknu jafntefli Íslands og Frakklands í Guingamp í gærkvöldi var enn töluvert af miðum enn í boði á leik Íslands og Sviss á Laugardalsvelli næsta mánudag. 

Liðin mætast þá öðru sinni í Þjóðadeildinni en Sviss vann fyrri leik þjóðanna 6:0 í síðasta mánuði. 

Þegar leiknum gegn Frökkum var lokið voru eftir 2.600 miðar samkvæmt heimildum mbl.is. Rúmlega 900 miðar seldust í gær og því er enn ágætur gangur í forsölunni. 

mbl.is