Keflavík semur við nýtt þjálfarateymi

Eysteinn Húni Hauksson verður áfram við stjórn hjá Keflavík.
Eysteinn Húni Hauksson verður áfram við stjórn hjá Keflavík. mbl.is/Valgarður Gíslason

Knattspyrnudeild Keflavíkur samdi í dag við þá Eystein Húna Hauksson og Milan Stefán Jankovic til þriggja ára og verða þeir þjálfarar meistaraflokks karla. Eysteinn tók við af Guðlaugi Baldurssyni um mitt síðasta sumar, en gat ekki komið í veg fyrir fall úr efstu deild. 

Milan Stefán þekkir einnig vel til hjá Keflavík og kom hann liðinu upp í efstu deild árið 2003 og vann bikarmeistaratitil árið eftir. Ómar Jóhannsson verður áfram markmannsþjálfari í hjá meistaraflokki karla og kvenna. 

Gunnar Magnús Jónsson og Haukur Benediktsson munu halda áfram sem aðal- og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Þeir stýrðu liðinu upp úr 1. deild á síðustu leiktíð og upp í deild þeirra bestu. 

Fréttatilkynningu Keflvíkinga má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert