Emil gekkst undir aðgerð

Emil Hallfreðsson með Ragnari Sigurðssyni á landsliðsæfingu.
Emil Hallfreðsson með Ragnari Sigurðssyni á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur gengist undir aðgerð á hné en frá þessu greinir hann á Instagram-síðu sinni í dag.

Emil hefur verið frá keppni síðustu vikurnar en hann leikur með ítalska liðinu Frosinone. Ekki er vitað hvenær Emil snýr aftur inn á völlinn en hann skrifar í færslu á Instagram: „Ég kem til baka fljótlega.“

Emil náði aðeins að vera með í einum leik með íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA og hann hefur aðeins náð að spila sex leiki með Frosinone í ítölsku A-deildinni. Nýliðarnir eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 14 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert