Sú fimmta á rúmu ári

Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir. mbl.is/Golli

Guðrún Arnardóttir varð í gær fimmti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu á rúmu ári til að fara í atvinnumennsku til útlanda. Hún staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún hefði samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgården til eins árs og er þriðji Íslendingurinn í röðum þess.

Þar leika einnig landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður.

Ingibjörg fór einmitt frá Breiðabliki til Djurgården fyrir ári. Um svipað leyti fór Rakel Hönnudóttir til Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð, Svava Rós Guðmundsdóttir til Röa í Noregi og Berglind Björg Þorvaldsdóttir til Verona á Ítalíu. Berglind sneri aftur heim fyrir síðasta tímabil.

Guðrún, sem er 23 ára gömul, var í stóru hlutverki í vörn Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks í ár. Hún hefur leikið 98 leiki með liðinu í efstu deild og skorað 8 mörk og á 5 A-landsleiki að baki. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert