Guðni reyndi að tala um fyrir Geir

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is/​Hari

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, reyndi að fá Geir Þorsteinsson til þess að endurskoða þá ákvörðun að bjóða sig fram gegn sér í formannskjöri sambandsins.

Geir var formaður KSÍ á ár­un­um 2007 til 2017 en steig til hliðar árið 2017 þegar Guðni var kjörinn. Geir var í kjölfarið titlaður heiðursformaður KSÍ, en hefur nú ákveðið að taka slaginn á ný. Guðni hef­ur gegnt embætt­inu und­an­far­in tvö ár og hyggst sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

Geir staðfesti framboð sitt fyrst í út­varpsþætti Fót­bolta.net á X-inu á laugardag og lét Guðna vita rétt áður.

„Kortéri fyrir viðtalið hringdi hann í mig og við ræddum þetta stuttlega. Ég hvatti hann til að endurskoða þessa ákvörðun og hugsa þetta betur,“ sagði Guðni við fotbolti.net í dag.

Ársþing KSÍ verður haldið 9. fe­brú­ar næst­kom­andi á Hilt­on Reykja­vík Nordica.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert