Helgi Valur áfram hjá Fylki

Helgi Valur Daníelsson og Sam Hewson í baráttu um boltann ...
Helgi Valur Daníelsson og Sam Hewson í baráttu um boltann síðasta sumar. Þeir verða liðsfélagar hjá Fylki næsta sumar. mbl.is/Valli

Helgi Valur Daníelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun spila áfram með Fylki og taka slaginn með liðinu næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Helgi Valur er fæddur árið 1981 og kom til liðs við uppeldisfélag sitt Fylki síðastliðinn vetur. Hann hafði þá ekkert spilað frá árinu 2015 og kom við sögu í 13 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Helgi Valur spilaði 68 leiki í meist­ara­flokki Fylk­is áður en hann fór í at­vinnu­mennsku en þar spilaði hann yfir 300 leiki með liðum eins og Peter­borough í Englandi, Öster, Elfs­borg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Dan­mörku en þar kláraðist samn­ing­ur hans 2015. Helgi hef­ur spilað 38 leiki með yngri landsliðum og 33 leiki með A-landsliði Íslands.

mbl.is