KSÍ féllst á frestunarbeiðni FH

FH-ingurinn Jákup Thomsen er í landsliðsverkefni með Færeyjum og mætir …
FH-ingurinn Jákup Thomsen er í landsliðsverkefni með Færeyjum og mætir því Arnóri Sveini Aðalsteinssyni og öðrum KR-ingum ekki strax. mbl.is/Eggert

Knattspyrnusamband Íslands hefur fallist á beiðni FH um að leik liðsins við KR í undanúrslitum Lengjubikars karla verði frestað.

Liðin áttu upphaflega að mætast á laugardaginn klukkan 14, en nýr leiktími er laugardaginn 30. mars. Fer leikurinn fram á KR-velli.

FH óskaði eftir að leiknum yrði frestað vegna landsliðsverkefna, en til að mynda eru þrír leikmenn FH nú í landsliðsverkefni með Færeyjum.

Þessi breyting hefur jafnframt þau áhrif að leikdagur fyrir úrslitaleikinn verður staðfestur þegar fyrir liggur hvaða lið leika til úrslita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert