Vilhjálmur dæmir í undankeppni EM

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fer fyrir íslenskum dómarakvartett sem sér um dómgæslu á leik í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á laugardaginn kemur.

Fjórmenningarnir fara til Möltu og dæma leik heimamanna gegn Færeyingum, en þessar þjóðir eru í F-riðli undankeppninnar ásamt Spáni, Svíþjóð, Noregi og Rúmeníu.

Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

mbl.is