ÍR-ingur til Ólafsvíkur

Stefán Þór Pálsson, t.h., í leik með ÍR gegn Þrótturum.
Stefán Þór Pálsson, t.h., í leik með ÍR gegn Þrótturum. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Stefán Þór Pálsson er genginn í raðir Víkings í Ólafsvík en hann kemur til félagsins frá ÍR.

Stefán er 23 ára gamall en hefur leikið yfir 100 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 20 mörk. Hann er uppalinn ÍR-ingur og lék með liðinu síðustu tvö ár í 1. deild en liðið féll í fyrra.

Stefán hefur einnig leikið með Breiðabliki, Grindavík, KA og Víkingi R. en hann á að baki 18 leiki í efstu deild.

Ólafsvíkingar hafa líka fengið bakvörðinn Kristófer Jacobson Reyes sem hefur leikið með Fram undanfarin þrjú ár en hann var áður í Ólafsvík.

Víkingur Ó. varð í 4. sæti 1. deildar, eða Inkasso-deildarinnar, á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert