Montejo frá í nokkrar vikur

Álvaro Montejo hefur verið besti leikmaður Þórsara í sumar.
Álvaro Montejo hefur verið besti leikmaður Þórsara í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Álvaro Montejo, leikmaður Þórs í 1. deild karla í knattspyrnu, fór meiddur af velli í þegar Þór og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Þórsvelli á Akureyri á laugardaginn síðasta. Montejo fór af velli á 31. mínútu eftir að hafa tognað aftan í læri en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

„Álvaro meiddist aftan í læri og hann verður frá í 3-4 vikur,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs, í samtali við fótbolta.net eftir leikinn í gær. Þetta er mikið áfall fyrir Þórsara en Montejo hefur verið frábær fyrir Þórsara í sumar.

Montejo hefur skorað sjö mörk í átta leikjum fyrir Þórsara í Inkasso-deildinni en liðið situr í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir fyrstu átta umferðirnar, jafn mörg stig og Fjölnir, en með betri markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert