Aron Kristófer á leið til ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Aron Kristófer Lárusson, vinstri bakvörður úr Þór Akureyri, er á leið til ÍA að því er Skapti Hallgrímsson greinir frá á facebook-síðu sinni.

„ÍA er að kaupa vinstri bakvörðinn Aron Kristófer Lárusson frá Þór á Akureyri. Leikurinn við Keflavík á laugardaginn var sá síðasti með Þór; Aron er í banni í þeim næsta og verður löglegur með ÍA 1. júlí, þegar félagaskiptaglugganum verður svipt upp,“ skrifar Skapti á facebook-síðu sína.

Aron er tvítugur að aldri og er sonur Lárusar Orra Sigurðssonar, fyrrum þjálfara Þórs, sem lék á árum áður með ÍA. Afi Arons, Sigurður heitinn Lárusson, gerði garðinn frægan með ÍA en hann fór þangað frá Þór fyrir tímabilið 1979.

Aron Kristófer hefur komið við sögu í sjö leikjum með Þór í Inkasso-deildinni á tímabilinu en hann kom til til Þórsara frá Völsungi fyrir tímabilið 2017.

Aron Kristófer Lárusson, til hægri, í leik með Þórsurum.
Aron Kristófer Lárusson, til hægri, í leik með Þórsurum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert